top of page

Greinar

Virkjum Frjálsa aflið fyrir íbúa Reykjanesbæjar!

Gunnar Þórarinsson

Fram undan eru sveitarstjórnarkosningar þar sem íbúar Reykjanesbæjar velja sér framtíð.
Bæjarbúar hafa lært af reynslunni. Þeir vita að þeir geta þeir valið á milli draumkenndra
loforða sem munu koma fjárhag bæjarfélagsins aftur í kaldakol og raunhæfra loforða þar
sem ábyrg stjórnun leiðir af sér betra bæjarlíf. Stefna okkar hjá Frjálsu afli snýst um hið
síðarnefnda. Fjármál sveitarfélagsins, uppbygging atvinnulífs, málefni barnafjölskyldna, eldri
borgara og íþróttafélaga er það sem brennur mest á okkur
...

 

 

X-Á er árangur í þína þágu

Jasmina Crnac

Frjálst afl hefur setið í meirihluta í bæjastjórn á kjörtímabílinu sem er að líða með tvo bæjarfulltrúa. „Hvað er raunhæft loforð“ var fyrirsögn á grein sem ég skrifaði árið 2014. Þar hafði ég í huga að miðað við stöðu sveitarfélagsins þá væri eina raunhæfa loforð okkar að lækka skuldir sveitarfélagsins og ráða faglegan bæjarstjóra. Fjórum árum síðar getum við sagt að við höfum staðið við slík loforð og...

 

 

ISAVIA íþróttahöll í Reykjanesbæ

Jóhannes A. Kristbjörnsson

Í Reykjanesbæ býr almennt harðduglegt fólk sem leggur hart að sér við að afla sér og sínum viðurværis og viðurkenningar. Sögulega séð hefur hér verið rekið samfélag langra vinnustunda og afreka á tónlistar- og íþróttasviðum. Að sama skapi hafa Suðurnesin verið lágmenntasvæði sem hefur ekki notið jafnræðis við úthlutun fjármuna ríkisvaldsins til samfélagslegra verkefna er varða menntun, heilbrigði og...

 

 

Sóknin til betra bæjarfélags

Guðrún Pálsdóttir

Eftir síðustu sveitarstjórnarkosningar fyrir fjórum árum tók við nýr meirihluti í Reykjanesbæ. Nýs meirihluta biðu ærin verk. Bærinn var tæknilega séð gjaldþrota. Skuldahlutfallið var um 250% en það má hæst vera 150% skv. lögum. Eftirlitsnefnd sveitarfélaga var þegar með bæinn undir sinni smásjá og...

 

 

Íbúar í fyrirrúmi

Alexander Ragnarsson

Hinn 4. desember 2015 lá fyrir niðurstaða úr íbúakosningu í Reykjanesbæ vegna kísilvers í Helguvík. Alls kusu 50.4% með því að kísilver mætti rísa. Bæjarstjórn afgreiddi síðan málið með þeim hætti að allir bæjarfulltrúar greiddu atkvæði með málinu. Seinna varð ljóst að kísilver United Silicon fór ekki eftir starfsleyfi sínu, m.a. með því að menga meira og á annan hátt en leyfi var fyrir. Það var því ljóst að...

 

 

Fjölmenning og samfélag

Jasmina Crnac

Hagsmunir nýbúa og fjölmenning samfélagsins eru mér ofarlega í huga fyrir komandi kosningar. Hér í Reykjanesbæ eru um 22% íbúa af erlendu bergi brotnu. Að mínu mati er mjög mikilvægt að sjónarmið þeirra og þeirra hagsmunamál verði komið á framfæri í sveitarsjórnakosningum hér í Reykjanesbæ. Með stolti get ég sagt að Frjálst afl er eina framboðið...

 

 

Ábyrg stjórn skapar auðugra mannlíf

Gunnar Þórarinsson

 

Frjálst afl eru stjórnmálasamtök sem stofnuð voru í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga árið 2014. Hópur fólks með svipaðar skoðanir tók sig saman og myndaði framboðlista í kjölfarið. Eftir kosningar var myndaður meirihluti með þátttöku Frjáls afls. Í því samstarfi var mótuð stefna sem kölluð var Sóknin. Þar var lögð áhersla á niðurgreiðslu skulda, í samræmi við stefnuskrá framboðsins og skuldaviðmið sveitarstjórnarlaga. Lækkun skulda bæjarins veitir svigrúm til bættrar þjónustu til framtíðar. Frjálst afl mun þess vegna...

 

 

  • Twitter App Icon
  • Instagram App Icon

Frjálst afl  - Brekkustígur 41 - 260 Reykjanesbær. 

                           frjalstafl@frjalstafl.is                                                                                                                                                                                                                    

bottom of page